Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 14:00 Samuel Umtiti þarf að dúsa á bekknum hjá Barcelona en fær ekkert að spila. Getty/Pedro Salado Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti. Spænski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti.
Spænski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira