Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 14:00 Samuel Umtiti þarf að dúsa á bekknum hjá Barcelona en fær ekkert að spila. Getty/Pedro Salado Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti. Spænski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti.
Spænski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira