Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 08:57 Nýrað var grætt á fótlegg heiladauðs sjúklings. AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá. Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira