Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 10:28 Þessar myndir af óinnsigluðum atkvæðum í talningarsalnum birtust á Instagram. Instagram Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25