Rússar íhuga að loka öllu í viku vegna Covid-bylgju Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 13:19 Grafalvarlegt ástand er í Covid-málum í Rússlandi þessa dagana. Á myndinni sjást heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Moskvu sinna sjúklingi. Aldrei hafa fleiri Rússar látist af völdum Covid-19 á einum degi heldur en í gær, en samkvæmt opinberum tölum létust 1.028 manns. Alls hafa 226.353 látist af völdum Covid-19 í Rússlandi frá upphafi faraldursins, sem er það langmesta meðal Evrópuríkja og í fimmta sæti á heimsvísu, á eftir Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Rúmar átta milljónir Rússa hafa smitast af Covid-19. Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra viðraði í dag þá hugmynd að bregðast við þessari skæðu bylgju með því að lýsa því yfir að fólk haldi sig heima í eina viku frá og með 30. október næstkomandi, en þegar eru fjórir opinberir frídagar í þeirri viku. Tillagan hefur þó ekki verið samþykkt af Vladimir Putin forseta. Samkvæmt frétt AP hefur smitum fjölgað verulega síðustu vikur og er nú í áður óþekktum hæðum. Þar er talið ríkja almennt sinnuleysi gagnvart einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnvöld hafa heykst á að herða sóttvarnarreglur. Þá vekur athygli hversu dræm þátttaka hefur verið í bólusetningum í Rússlandi. Þar er einungis tæpur þriðjungur landsmanna, um 45 milljónir af 146 milljónum, er fullbólusettur, þrátt fyrir að Rússland hafi verið fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja notkun bóluefnis, og enginn hörgull er á framboði á bóluefni. Bólusetningahik almennings er að hluta til rakið til óljósra skilaboða frá stjórnvöldum, sem hafa, á vettvangi ríkisfjölmiðla, lofsamað hið rússneska Sputnik V en grafið undan öðrum bóluefnum. Staðan í mörgum héruðum Rússlands er háalvarleg, og sumsstaðar hefur almenn heilbrigðisþjónusta jafnvel verið aflögð um stundarsakir til að geta sinnt Covid-sjúklingum. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, játar í viðtali við fjölmiðla að ástandið sé afar dapurt og að bólusetningahlutfall í þessum erfiðustu héruðum sé afar lágt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Rúmar átta milljónir Rússa hafa smitast af Covid-19. Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra viðraði í dag þá hugmynd að bregðast við þessari skæðu bylgju með því að lýsa því yfir að fólk haldi sig heima í eina viku frá og með 30. október næstkomandi, en þegar eru fjórir opinberir frídagar í þeirri viku. Tillagan hefur þó ekki verið samþykkt af Vladimir Putin forseta. Samkvæmt frétt AP hefur smitum fjölgað verulega síðustu vikur og er nú í áður óþekktum hæðum. Þar er talið ríkja almennt sinnuleysi gagnvart einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnvöld hafa heykst á að herða sóttvarnarreglur. Þá vekur athygli hversu dræm þátttaka hefur verið í bólusetningum í Rússlandi. Þar er einungis tæpur þriðjungur landsmanna, um 45 milljónir af 146 milljónum, er fullbólusettur, þrátt fyrir að Rússland hafi verið fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja notkun bóluefnis, og enginn hörgull er á framboði á bóluefni. Bólusetningahik almennings er að hluta til rakið til óljósra skilaboða frá stjórnvöldum, sem hafa, á vettvangi ríkisfjölmiðla, lofsamað hið rússneska Sputnik V en grafið undan öðrum bóluefnum. Staðan í mörgum héruðum Rússlands er háalvarleg, og sumsstaðar hefur almenn heilbrigðisþjónusta jafnvel verið aflögð um stundarsakir til að geta sinnt Covid-sjúklingum. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, játar í viðtali við fjölmiðla að ástandið sé afar dapurt og að bólusetningahlutfall í þessum erfiðustu héruðum sé afar lágt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50