„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 21:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Guðmundur Gunnarsson kalla eftir því að blásið verði til nýrra kosninga í kjölfar fregna dagsins. Vísir/Egill Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Lögreglan hefur gefið út sektir á meðlimi kjörstjórnarinnar í Norðvesturkjördæmi sem segjast ekki ætla að borga sektirnar. Þá hefur lögreglan jafnframt skilað svörum við fyrirspurnum undirbúningskjörbréfanefndar um rannsókn á upptökum af hótelinu. Í svörum lögreglunnar kemur meðal annars fram að starfsfólk hafi farið um talningasalinn þegar yfirkjörstjórn var ekki viðstödd og að ekki sé hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin. „Já, lögreglustjórinn á Vesturlandi gefur það út að yfirkjörstjórn hefur gerst brotleg við kosningalög og það staðfestir kæruefni mitt og okkar Guðmundar. Þetta eru mikil tíðindi vegna þess að það yrði líka óheppilegt ef kjörbréfanefnd Alþingis og Alþingi sjálft myndi staðfesta kjörbréf byggð á ólögmætri niðurstöðu,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi í kosningum fyrir Samfylkinguna og fyrrverandi þingkona, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telji vænlegast að blása til nýrra kosninga. „Það yrði hreinlegasta niðurstaðan að fara í uppkosningu enda leyfa kosningalögin það en nú er bara að sjá hvaða ákvörðun undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa tekur.“ Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar tekur undir þetta, en bæði hann og Rósa Björk hafa kært endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Hann segist hafa mestar áhyggjur af því að í öllu havaríinu hafi fólk misst sjónar á því mikilvægasta í þessu máli. „Mér finnst dálítið merkilegt að heyra hvernig hver á fætur öðrum neitar að ná taki á þessari heitu kartöflu. Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af, og við megum ekki missa sjónar á því hvað er aðalatriðið í þessu máli, við erum að reyna að leita að réttlætinu,“ segir Guðmundur. „Við eigum að leiða það rétta fram, ekki það sem er þægilegt eða það sem hentar flokkslínum best. Það sem ég heyri á mörgum Alþingismönnum og málsmetandi fólki, að menn eru að reyna að tala sig niður á þá niðurstöðu.“ Ljóst sé eftir tíðindi dagsins að ekki megi láta við sitja í málinu eins og það stendur núna. „Það er alveg ljóst eftir tíðindi dagsins að þetta sem við erum með í höndunum núna, það er engin leið að við getum hleypt þessu í gegn á þennan hátt, eins og kjörbréfin hafa verið gefin út. Þá erum við að opna eitthvað pandorubox sem við áttum okkur ekki einu sinni á hvernig mun í raun enda og hvernig það mun skella framan í andlitin á okkur,“ segir Guðmundur. „Við verðum að leiða það rétta fram, þetta snýst um réttlæti ekki þægindi og ég kalla eftir þingmönnum og ég kalla eftir því frá Alþingi að sýna dug og hugrekki til þess að leiða það rétta fram.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Lögreglan hefur gefið út sektir á meðlimi kjörstjórnarinnar í Norðvesturkjördæmi sem segjast ekki ætla að borga sektirnar. Þá hefur lögreglan jafnframt skilað svörum við fyrirspurnum undirbúningskjörbréfanefndar um rannsókn á upptökum af hótelinu. Í svörum lögreglunnar kemur meðal annars fram að starfsfólk hafi farið um talningasalinn þegar yfirkjörstjórn var ekki viðstödd og að ekki sé hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin. „Já, lögreglustjórinn á Vesturlandi gefur það út að yfirkjörstjórn hefur gerst brotleg við kosningalög og það staðfestir kæruefni mitt og okkar Guðmundar. Þetta eru mikil tíðindi vegna þess að það yrði líka óheppilegt ef kjörbréfanefnd Alþingis og Alþingi sjálft myndi staðfesta kjörbréf byggð á ólögmætri niðurstöðu,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi í kosningum fyrir Samfylkinguna og fyrrverandi þingkona, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telji vænlegast að blása til nýrra kosninga. „Það yrði hreinlegasta niðurstaðan að fara í uppkosningu enda leyfa kosningalögin það en nú er bara að sjá hvaða ákvörðun undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa tekur.“ Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar tekur undir þetta, en bæði hann og Rósa Björk hafa kært endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Hann segist hafa mestar áhyggjur af því að í öllu havaríinu hafi fólk misst sjónar á því mikilvægasta í þessu máli. „Mér finnst dálítið merkilegt að heyra hvernig hver á fætur öðrum neitar að ná taki á þessari heitu kartöflu. Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af, og við megum ekki missa sjónar á því hvað er aðalatriðið í þessu máli, við erum að reyna að leita að réttlætinu,“ segir Guðmundur. „Við eigum að leiða það rétta fram, ekki það sem er þægilegt eða það sem hentar flokkslínum best. Það sem ég heyri á mörgum Alþingismönnum og málsmetandi fólki, að menn eru að reyna að tala sig niður á þá niðurstöðu.“ Ljóst sé eftir tíðindi dagsins að ekki megi láta við sitja í málinu eins og það stendur núna. „Það er alveg ljóst eftir tíðindi dagsins að þetta sem við erum með í höndunum núna, það er engin leið að við getum hleypt þessu í gegn á þennan hátt, eins og kjörbréfin hafa verið gefin út. Þá erum við að opna eitthvað pandorubox sem við áttum okkur ekki einu sinni á hvernig mun í raun enda og hvernig það mun skella framan í andlitin á okkur,“ segir Guðmundur. „Við verðum að leiða það rétta fram, þetta snýst um réttlæti ekki þægindi og ég kalla eftir þingmönnum og ég kalla eftir því frá Alþingi að sýna dug og hugrekki til þess að leiða það rétta fram.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels