Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 12:09 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli. Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli.
Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00