Hótaði að myrða trúboðana Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2021 21:51 Lögregluþjónar í Port-au-Prince reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur brenni bensínstöð í Port-au-Prince í gær. AP/Matias Delacroix Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. Maðurinn heitir Wilson Joseph og ku vera leiðtogi gengisins 400 Mawozo. „Ég sver það við þrumur af ef ég fæ ekki það sem ég vil, mun ég skjóta þessa Bandaríkjamenn í höfuðið,“ sagði hann í myndbandinu samkvæmt frétt Guardan. Joseph hótaði einnig Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, og Léon Charles, fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar. Charles var vikið úr starfi í dag og Frantz Elbé tók við. „Þið látið mig gráta. Ég græt vatni en ég mun láta ykkur gráta blóði,“ sagði hann standandi við líkkistur meðlima 400 Mawozo sem dóu nýverið. Meðlimir 400 Mawozo rændu nýverið sextán Bandaríkjamönnum og einum frá Kanada. Um er að ræða fimm menn, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er tveggja ára. Hópurinn var á vegum kristilegra hjálparsamtaka og við trúboð og mannúðarstörf. Fólkinu var rænt eftir heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier síðasta laugardag. Vilja rúma tvo milljarða Glæpagengið hefur krafist milljón dala í lausnargjald fyrir hvern og einn gísl sem er í haldi. Sautján milljónir dala samsvarar um 2,2 milljörðum króna. Sjá einnig: Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Ástandið í Haítí er í stuttu máli sagt hræðilegt og hefur versnað mjög á síðustu mánuðum. Forseti landsins var myrtur í sumar og svo fórust fleiri en 2.200 manns í jarðskjálfta í ágúst. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og glæpagengi eins og 400 Mawozo ráða víða lögum og logum víða um landið. Frá mótmælum gegn yfirvöldum Haítí sem haldin voru í dag.AP/Odelyn Joseph AP fréttaveitan segir til að mynda að glæpagengi stjórni í raun allt að 40 prósentum af Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, þar sem rúmlega 2,8 milljónir manna búa. Glæpamenn sem tilheyra fjölmörgum gengjum berjast sín á milli um heilu hverfi borgarinnar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpamennirnir eru því fleiri en lögregluþjónar og þungvopnaðir. Samhliða auknum umsvifum glæpamanna hefur mannránum fjölgað gífurlega. Minnst 328 mannrán voru tilkynnt til lögreglunnar á fyrstu átta mánuðum ársins. Allt árið 2020 voru 234 mannrán tilkynnt svo aukningin er gífurleg. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Að sjá ríki deyja Starfsmenn dagblaðsins Le Nouvelliste birtu í dag grein sem ber titilinn; Að sjá ríki deyja, þar sem þeir segja eitthvað mikið að í Haítí. Í greininni er bent á að yfirvöld landsins eða forsvarsmenn lögreglunnar hafa ekkert sagt opinberlega um ránið á trúboðunum þann 16. október, né um dauða lögregluþjóns sem skotinn var við að reyna að stöðva annað mannrán þann dag. Þá hafi yfirvöld og lögregla landsins hörfað undan glæpagengjum þann 17. október. Glæpamenn hafi í raun tekið yfir opinbera hátíð til að marka daginn sem Jean-Jacques Dessalines, keisari Haítí og faðir ríkisins, var myrtur árið 1806. Þúsundir hafa flúið Haítí til meginlandsins á undanförnum mánuðum. Hér má sjá hóp á leið frá Kólumbíu til Panama í gær.AP/Fernando Vergara Frekari dæmi um aukin völd glæpagengja í landinu er nefnd og sömuleiðis dæmi um efnahagsvandræði. Þar að auki séu ráðamenn í Suður-Ameríku að ræða sín á milli hvernig stöðva megi flæði fólks frá Haítí til meginlandsins. Sérfræðingar búast við því að ástandið muni versna áfram en til stendur að halda bæði forseta- og þingkosningar á næsta ári. Þekkt er að stjórnmálaflokkar greiða glæpagengjum fyrir þjónustu þeirra. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, naðuguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Haítí Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Maðurinn heitir Wilson Joseph og ku vera leiðtogi gengisins 400 Mawozo. „Ég sver það við þrumur af ef ég fæ ekki það sem ég vil, mun ég skjóta þessa Bandaríkjamenn í höfuðið,“ sagði hann í myndbandinu samkvæmt frétt Guardan. Joseph hótaði einnig Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, og Léon Charles, fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar. Charles var vikið úr starfi í dag og Frantz Elbé tók við. „Þið látið mig gráta. Ég græt vatni en ég mun láta ykkur gráta blóði,“ sagði hann standandi við líkkistur meðlima 400 Mawozo sem dóu nýverið. Meðlimir 400 Mawozo rændu nýverið sextán Bandaríkjamönnum og einum frá Kanada. Um er að ræða fimm menn, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er tveggja ára. Hópurinn var á vegum kristilegra hjálparsamtaka og við trúboð og mannúðarstörf. Fólkinu var rænt eftir heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier síðasta laugardag. Vilja rúma tvo milljarða Glæpagengið hefur krafist milljón dala í lausnargjald fyrir hvern og einn gísl sem er í haldi. Sautján milljónir dala samsvarar um 2,2 milljörðum króna. Sjá einnig: Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Ástandið í Haítí er í stuttu máli sagt hræðilegt og hefur versnað mjög á síðustu mánuðum. Forseti landsins var myrtur í sumar og svo fórust fleiri en 2.200 manns í jarðskjálfta í ágúst. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og glæpagengi eins og 400 Mawozo ráða víða lögum og logum víða um landið. Frá mótmælum gegn yfirvöldum Haítí sem haldin voru í dag.AP/Odelyn Joseph AP fréttaveitan segir til að mynda að glæpagengi stjórni í raun allt að 40 prósentum af Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, þar sem rúmlega 2,8 milljónir manna búa. Glæpamenn sem tilheyra fjölmörgum gengjum berjast sín á milli um heilu hverfi borgarinnar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpamennirnir eru því fleiri en lögregluþjónar og þungvopnaðir. Samhliða auknum umsvifum glæpamanna hefur mannránum fjölgað gífurlega. Minnst 328 mannrán voru tilkynnt til lögreglunnar á fyrstu átta mánuðum ársins. Allt árið 2020 voru 234 mannrán tilkynnt svo aukningin er gífurleg. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Að sjá ríki deyja Starfsmenn dagblaðsins Le Nouvelliste birtu í dag grein sem ber titilinn; Að sjá ríki deyja, þar sem þeir segja eitthvað mikið að í Haítí. Í greininni er bent á að yfirvöld landsins eða forsvarsmenn lögreglunnar hafa ekkert sagt opinberlega um ránið á trúboðunum þann 16. október, né um dauða lögregluþjóns sem skotinn var við að reyna að stöðva annað mannrán þann dag. Þá hafi yfirvöld og lögregla landsins hörfað undan glæpagengjum þann 17. október. Glæpamenn hafi í raun tekið yfir opinbera hátíð til að marka daginn sem Jean-Jacques Dessalines, keisari Haítí og faðir ríkisins, var myrtur árið 1806. Þúsundir hafa flúið Haítí til meginlandsins á undanförnum mánuðum. Hér má sjá hóp á leið frá Kólumbíu til Panama í gær.AP/Fernando Vergara Frekari dæmi um aukin völd glæpagengja í landinu er nefnd og sömuleiðis dæmi um efnahagsvandræði. Þar að auki séu ráðamenn í Suður-Ameríku að ræða sín á milli hvernig stöðva megi flæði fólks frá Haítí til meginlandsins. Sérfræðingar búast við því að ástandið muni versna áfram en til stendur að halda bæði forseta- og þingkosningar á næsta ári. Þekkt er að stjórnmálaflokkar greiða glæpagengjum fyrir þjónustu þeirra. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, naðuguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim.
Haítí Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira