Íbúðaverð heldur áfram að hækka Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 10:07 Umframeftirspurn hefur verið eftir íbúðum í kjölfar vaxtalækkana. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar en þó er of snemmt að segja til um hvort farið sé að draga úr verðhækkunum á þeim markaði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar. Hækkunin á íbúðaverði telst þó veruleg hækkun í sögulegu samhengi. Íbúðaverð hækkað um 1,8% á mánuði að jafnaði frá því í mars á þessu ári. Er hækkunin núna milla mánaða því aðeins minni en sést hefur á árinu. Þó er enn talsvert í að fasteignamarkaðurinn komist í sama ástand og var fyrir faraldurinn. 33 prósent færri samningar undirritaðir en í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár voru 656 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í september. Það eru 33% færri samningar en voru undirritaðir í sama mánuði í fyrra og 11% færri en voru undirritaðir í september 2019. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem mælist samdráttur milli ára á fjölda seldra íbúða og því mögulega til marks um kólnun á markaðnum. Þó er varasamt að draga ályktanir út frá einstaka mánuðum og því enn óljóst hvert stefnir. Spá 14 prósent hækkun í ár Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að eftirspurn eftir íbúðum komi til með að dragast saman á næstu misserum, meðal annars vegna vaxtahækkana. Einnig muni það hafa áhrif að neysluvenjur og daglegt líf eigi enn eftir að komast að fullu í hefðbundið horf í kjölfar faraldursins sem muni líklega leiða til þess að eftirspurn verður dreifðari yfir hagkerfið. Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki að jafnaði um 14% milli ára í ár, 9% á næsta ári og svo 4% og 5% árin þar á eftir. Spáin byggir á þeirri forsendu að hægja muni á eftirspurn á næstu mánuðum, en einnig að íbúðauppbygging verði jöfn og stöðug á komandi misserum. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar en þó er of snemmt að segja til um hvort farið sé að draga úr verðhækkunum á þeim markaði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar. Hækkunin á íbúðaverði telst þó veruleg hækkun í sögulegu samhengi. Íbúðaverð hækkað um 1,8% á mánuði að jafnaði frá því í mars á þessu ári. Er hækkunin núna milla mánaða því aðeins minni en sést hefur á árinu. Þó er enn talsvert í að fasteignamarkaðurinn komist í sama ástand og var fyrir faraldurinn. 33 prósent færri samningar undirritaðir en í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár voru 656 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í september. Það eru 33% færri samningar en voru undirritaðir í sama mánuði í fyrra og 11% færri en voru undirritaðir í september 2019. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem mælist samdráttur milli ára á fjölda seldra íbúða og því mögulega til marks um kólnun á markaðnum. Þó er varasamt að draga ályktanir út frá einstaka mánuðum og því enn óljóst hvert stefnir. Spá 14 prósent hækkun í ár Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að eftirspurn eftir íbúðum komi til með að dragast saman á næstu misserum, meðal annars vegna vaxtahækkana. Einnig muni það hafa áhrif að neysluvenjur og daglegt líf eigi enn eftir að komast að fullu í hefðbundið horf í kjölfar faraldursins sem muni líklega leiða til þess að eftirspurn verður dreifðari yfir hagkerfið. Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki að jafnaði um 14% milli ára í ár, 9% á næsta ári og svo 4% og 5% árin þar á eftir. Spáin byggir á þeirri forsendu að hægja muni á eftirspurn á næstu mánuðum, en einnig að íbúðauppbygging verði jöfn og stöðug á komandi misserum.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51