Fótbolti

Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékk­landi: „Hvað er að gerast Ís­land?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska liðið fagnar einu af fjórum mörkum sínum í kvöld.
Íslenska liðið fagnar einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 

Tékkneska liðið hafði unnið Kýpur 8-0 og náð jafntefli við öflugt lið Hollands sem gerir sigur kvöldsins enn sætari. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á Twitter á meðan leik stóð.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik.

Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki á skotskónum en vakti samt verðskuldaða athygli að venju.

Sandra Sigurðardóttir múraði fyrir markið í dag.

Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi í 2-0 með eins klassísku Dagnýjar-marki og gerist.

Guðrún Arnardóttir kom inn í byrjunarliðið og stóð sig einkar vel. Engin þynnka þar á bæ eftir að hafa orðið sænskur meistari á dögunum.

Það rigndi örlítið í Reykjavík í kvöld.

Fylla völlinn í næsta leik takk.

Ísland gerði út um leikinn með tveimur mörkum seint í leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×