Öll í faginu taka slysaskotið til sín Kristín Ólafsdóttir og skrifa 22. október 2021 21:01 Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir. Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir.
Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27