Þorsteinn eftir stórsigurinn á Tékklandi: „Við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2021 21:54 Þorsteinn á hliðarlínunni í blíðskaparveðrinu á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Úrslitin eru náttúrulega eitthvað sem maður hefði alltaf óskað sér. Þetta var hörkuleikur, ef ég segi sanngjarnt frá var þetta kannski ekki 4-0 leikur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir stórsigur Íslands á Tékklandi. „Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
„Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10