Boston og NBA í bobba í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 22:13 Enes Kanter hefur birt tvö myndbönd þar sem hann fór hörðum orðum um Xi Jinping, forseta Kína. EPA/Erik S. Lesser Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda. Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag. Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag.
Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira