Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 09:30 Chris Paul átti frábæran leik í nótt EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101. NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101.
NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira