Frá þessu segir á vef People.
Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza.
Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning.
Leikstjórinn eyðilagður
Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum.
„Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza.
„Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“
„Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“
Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI
— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021