Réttarhöld í mannránsmáli Salvini hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2021 08:41 Salvini ræddi við blaðamenn fyrir utan dómhúsið í Palermo í gær. Þar hæddist hann meðal annars að þeirri staðreynd að leikarinn Richard Gere væri á meðal vitna ákæruvaldsins. AP/Gregorio Borgia Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, eru hafin. Hann er ákærður fyrir mannrán og vanrækslu embættiskyldna með því að hafa komið í veg fyrir að björgunarskip með farandverkafólk innanborðs kæmi að höfn á Ítalíu. Hann neitar sök. Meint embættisbrot Salvinis átti sér stað í ágúst árið 2019, þegar hann lét loka höfnum fyrir spænsku björgunarskipi sem innihélt 150 farandverkafólks sem hafði verið bjargað af flekum og bátum í Miðjarðarhafinu. Áhöfn og farþegar skipsins vörðu því 19 dögum úti fyrir ströndum Ítalíu áður en því var leyft að leggja að höfn. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að aðstæður um borð hafi á þeim tíma orðið afar slæmar. Hollywood-leikari meðal vitna Á fyrsta degi réttarhaldanna í gær var hlustað á vitnaskýrslur frá vitnum beggja megin borðsins, þeirra sem ákæruvaldið og verjendur Salvini höfðu kallað til. Meðal vitna ákæruvaldsins er bandaríski leikarinn Richard Gere, sem var um borð í björgunarskipinu. Áður en réttarhöldin hófust hæddist Salvini að aðkomu leikarans að málinu. „Ég velti fyrir mér hvort það sé raunverulega satt að Richard Gere frá Hollywood ætli að bera vitni um hegðun mína fyrir réttinum,“ sagði Salvini við blaðamenn fyrir utan dómsalinn. Meðal annarra vitna í málinu eru Giuseppe Conte forsætisráðherra og ráðherrar í ríkisstjórn hans. Gere hafði farið um borð í skipið skömmu áður en því var leyft að leggjast að höfn á ítölsku eyjunni Lampedusa. Málið var afar umdeilt á sínum tíma og olli togstreitu í þáverandi ríkisstjórn Ítalíu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem öldungadeild ítalska þingsins greiddi atkvæði með því að svipta Salvini friðhelgi sem hann naut sem þingmaður. Í kjölfarið var hægt að ákæra hann fyrir hin meintu brot. Ítalía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Meint embættisbrot Salvinis átti sér stað í ágúst árið 2019, þegar hann lét loka höfnum fyrir spænsku björgunarskipi sem innihélt 150 farandverkafólks sem hafði verið bjargað af flekum og bátum í Miðjarðarhafinu. Áhöfn og farþegar skipsins vörðu því 19 dögum úti fyrir ströndum Ítalíu áður en því var leyft að leggja að höfn. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að aðstæður um borð hafi á þeim tíma orðið afar slæmar. Hollywood-leikari meðal vitna Á fyrsta degi réttarhaldanna í gær var hlustað á vitnaskýrslur frá vitnum beggja megin borðsins, þeirra sem ákæruvaldið og verjendur Salvini höfðu kallað til. Meðal vitna ákæruvaldsins er bandaríski leikarinn Richard Gere, sem var um borð í björgunarskipinu. Áður en réttarhöldin hófust hæddist Salvini að aðkomu leikarans að málinu. „Ég velti fyrir mér hvort það sé raunverulega satt að Richard Gere frá Hollywood ætli að bera vitni um hegðun mína fyrir réttinum,“ sagði Salvini við blaðamenn fyrir utan dómsalinn. Meðal annarra vitna í málinu eru Giuseppe Conte forsætisráðherra og ráðherrar í ríkisstjórn hans. Gere hafði farið um borð í skipið skömmu áður en því var leyft að leggjast að höfn á ítölsku eyjunni Lampedusa. Málið var afar umdeilt á sínum tíma og olli togstreitu í þáverandi ríkisstjórn Ítalíu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem öldungadeild ítalska þingsins greiddi atkvæði með því að svipta Salvini friðhelgi sem hann naut sem þingmaður. Í kjölfarið var hægt að ákæra hann fyrir hin meintu brot.
Ítalía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira