Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 20:16 Geert Cornelis Íslandsmeistari í járningum 2021 með verðlaunin sín, ásamt þeim Gunnari Halldórssyni og Halldóri Kristni Guðjónssyni, sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Marteinn Magnússon Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins. Það var Járningamannafélag Íslands, sem stóð að Íslandsmótinu, sem fór fram í gær hjá Eldhestum. Keppendurnir átta komu víða að landinu, allt karlmenn og vanir járningamenn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við járningu hesta og hófhirðu þeirra. Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands. „Fyrir þann sem skilur járninguna og kann hana þá er þetta ekkert flókið verk, það er bara mjög auðvelt. En til þess þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera, þetta er bara eins og með læknirinn og bílvirkjana,“ segir Sigurður. En hvað þarf að einkenna góðan járningamann? „Gott skap og sterkur líkami. Það þarf alltaf að vera jákvæður hrossunum og láta sér ekki renna í skap mikið og vita hvað þú ert að gera. Svo verður þú náttúrulega að hafa heppilegan skrokk fyrir járninguna því að þú sérð það seinna að þetta er rosalega þung vinna.“ Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi ytra var yfirdómari á Íslandsmótinu en hann hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin var hörð og spennandi og gekk Sigurður á milli keppenda og tók út verk þeirra, ásamt Sturlu Þórhallssonar meðdómara, enda var til mikils að vinna að fá þennan risa farandbikar. Það fór svo að lokum að Geert Cornelis, sem er frá Belgíu en hefur járnað á Íslandi til fjölda ára var krýndur Íslandsmeistari í járningum fyrir árið 2021. Í öðru sæti varð Gunnar Halldórsson og Halldór Kristinn Guðjónsson varð í þriðja sæti. Geert segir að þrátt fyrir að járningar geti verið erfiðar og tekið á þá séu þær mjög skemmtilegar og gaman að vinna sem járningamaður. „Allt hefur sína kosti og galla,“ segir hann alsæll með Íslandsmeistaratitilinn. Geert Cornelis, sem er frá Belgíu hefur járnað á Íslandi til fjölda ára og líkar starfið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Engin kona tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár en vonast er til að einhverjar þeirra skrái sig til keppninnar á næsta ári því það færist mjög í vöxt að konur starfi við járningar á Íslandi líkt og karlarnir. Járningamannafélag Íslands stóð að Íslandsmeistaramótinu í járningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Það var Járningamannafélag Íslands, sem stóð að Íslandsmótinu, sem fór fram í gær hjá Eldhestum. Keppendurnir átta komu víða að landinu, allt karlmenn og vanir járningamenn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við járningu hesta og hófhirðu þeirra. Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands. „Fyrir þann sem skilur járninguna og kann hana þá er þetta ekkert flókið verk, það er bara mjög auðvelt. En til þess þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera, þetta er bara eins og með læknirinn og bílvirkjana,“ segir Sigurður. En hvað þarf að einkenna góðan járningamann? „Gott skap og sterkur líkami. Það þarf alltaf að vera jákvæður hrossunum og láta sér ekki renna í skap mikið og vita hvað þú ert að gera. Svo verður þú náttúrulega að hafa heppilegan skrokk fyrir járninguna því að þú sérð það seinna að þetta er rosalega þung vinna.“ Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi ytra var yfirdómari á Íslandsmótinu en hann hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin var hörð og spennandi og gekk Sigurður á milli keppenda og tók út verk þeirra, ásamt Sturlu Þórhallssonar meðdómara, enda var til mikils að vinna að fá þennan risa farandbikar. Það fór svo að lokum að Geert Cornelis, sem er frá Belgíu en hefur járnað á Íslandi til fjölda ára var krýndur Íslandsmeistari í járningum fyrir árið 2021. Í öðru sæti varð Gunnar Halldórsson og Halldór Kristinn Guðjónsson varð í þriðja sæti. Geert segir að þrátt fyrir að járningar geti verið erfiðar og tekið á þá séu þær mjög skemmtilegar og gaman að vinna sem járningamaður. „Allt hefur sína kosti og galla,“ segir hann alsæll með Íslandsmeistaratitilinn. Geert Cornelis, sem er frá Belgíu hefur járnað á Íslandi til fjölda ára og líkar starfið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Engin kona tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár en vonast er til að einhverjar þeirra skrái sig til keppninnar á næsta ári því það færist mjög í vöxt að konur starfi við járningar á Íslandi líkt og karlarnir. Járningamannafélag Íslands stóð að Íslandsmeistaramótinu í járningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira