Í myndbandinu sést Scholes með tær Aliciu uppi í sér og svo virðist sem hann sé að naga táneglur hennar.
„Sönn ást,“ skrifaði Alicia við myndbandið undarlega sem má sjá hér fyrir neðan.
paul scholes is caressing his daughters feet pic.twitter.com/F3bRj3OQ9W
— box (@cheesemerchant) October 23, 2021
Alicia Scholes, sem er tvítug, spilar netbolta með London Pulse. Hún gekk í raðir liðsins frá Manchester Thunder. Alicia spilar einnig fyrir enska landsliðið.
Helgin var ekki góð fyrir Scholes. Á laugardaginn birti dóttir hans myndbandið og í gær steinlá Manchester United fyrir Liverpool, 0-5.
Eftir leik United og Atalanta í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn sagði Scholes að ef United spilaði eins gegn Liverpool fengi liðið útreið. Og hann reyndist sannspár.