Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 10:03 Min Aung Hlaing, æðsti herforingi mjanmarska hersins í Mjanmar. Herforingjastjórnin er síður en svo sátt með nýja skýrslu sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í landinu um stöðuna þar eftir valdaránið. EPA-EFE/STRINGER Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. Miklar óeirðir hafa riðið yfir landið síðan mjanmarski herinn tók völd þann 1. febrúar síðatliðinn. Herinn hefur verið sakaður um ýmis ódæðisverk og að hafa beitt óhóflegu valdi gegn almennum borgurum. Herforingjastjórnin hefur þó kennt „hryðjuverkamönnum“, sem starfi með stjórnarandstöðunni, um ófriðinn. Fréttastofa Reuters greinir frá. Utanríkisráðuneyti herforingjastjórnarinnar er síður en svo sátt með skýrslu sendifulltrúanna Christine Schraner Burgener og Tom Andrews. Samkvæmt ráðuneytinu sýni skýrslurnar mynd sem sé langt frá raunveruleikanum og sýni í raun bara fyrir fram ákveðnar hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Mjanmar. Schraner Burgener, sem hefur sinnt hlutverki sendifulltrúa fyrir SÞ undanfarin þrjú ár, sagði í síðustu viku að herforingjastjórnin hafi engan áhuga á að koma til móts við alþjóðasamfélagið. Þá verði ólíklegra með hverjum deginum að hægt verði að snúa þróuninni í landinu við. Herforingjastjórnin hefur sakað sendifulltrúana um að hafa stuðst við óáreiðanlegar dánartölur í skýrslu sinni, hafi sakað stjórnina um ýmislegt misjafnt án þess að færa fyrir því sönnur og að hafa gert lítið úr meintu ofbeldi sem almenningur hafi beitt í atlögum gegn hernum. Þá hafi það ekki verið tekið fram í skýrslunni að herinn hafi tekið völd vegna kosningasvindls sem hafi verið framið í kosningum á síðasta ári. Alþjóðastofnanir og samtök hafa í auknum mæli gagnrýnt framgang herforingjastjórnarinnar og tilkynnti ASEAN, Samband Suðaustur-Asíuríkja, í síðustu viku að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fengi ekki að taka þátt í næstu ráðstefnu sambandsins. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Miklar óeirðir hafa riðið yfir landið síðan mjanmarski herinn tók völd þann 1. febrúar síðatliðinn. Herinn hefur verið sakaður um ýmis ódæðisverk og að hafa beitt óhóflegu valdi gegn almennum borgurum. Herforingjastjórnin hefur þó kennt „hryðjuverkamönnum“, sem starfi með stjórnarandstöðunni, um ófriðinn. Fréttastofa Reuters greinir frá. Utanríkisráðuneyti herforingjastjórnarinnar er síður en svo sátt með skýrslu sendifulltrúanna Christine Schraner Burgener og Tom Andrews. Samkvæmt ráðuneytinu sýni skýrslurnar mynd sem sé langt frá raunveruleikanum og sýni í raun bara fyrir fram ákveðnar hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Mjanmar. Schraner Burgener, sem hefur sinnt hlutverki sendifulltrúa fyrir SÞ undanfarin þrjú ár, sagði í síðustu viku að herforingjastjórnin hafi engan áhuga á að koma til móts við alþjóðasamfélagið. Þá verði ólíklegra með hverjum deginum að hægt verði að snúa þróuninni í landinu við. Herforingjastjórnin hefur sakað sendifulltrúana um að hafa stuðst við óáreiðanlegar dánartölur í skýrslu sinni, hafi sakað stjórnina um ýmislegt misjafnt án þess að færa fyrir því sönnur og að hafa gert lítið úr meintu ofbeldi sem almenningur hafi beitt í atlögum gegn hernum. Þá hafi það ekki verið tekið fram í skýrslunni að herinn hafi tekið völd vegna kosningasvindls sem hafi verið framið í kosningum á síðasta ári. Alþjóðastofnanir og samtök hafa í auknum mæli gagnrýnt framgang herforingjastjórnarinnar og tilkynnti ASEAN, Samband Suðaustur-Asíuríkja, í síðustu viku að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fengi ekki að taka þátt í næstu ráðstefnu sambandsins.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29