Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 10:03 Min Aung Hlaing, æðsti herforingi mjanmarska hersins í Mjanmar. Herforingjastjórnin er síður en svo sátt með nýja skýrslu sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í landinu um stöðuna þar eftir valdaránið. EPA-EFE/STRINGER Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. Miklar óeirðir hafa riðið yfir landið síðan mjanmarski herinn tók völd þann 1. febrúar síðatliðinn. Herinn hefur verið sakaður um ýmis ódæðisverk og að hafa beitt óhóflegu valdi gegn almennum borgurum. Herforingjastjórnin hefur þó kennt „hryðjuverkamönnum“, sem starfi með stjórnarandstöðunni, um ófriðinn. Fréttastofa Reuters greinir frá. Utanríkisráðuneyti herforingjastjórnarinnar er síður en svo sátt með skýrslu sendifulltrúanna Christine Schraner Burgener og Tom Andrews. Samkvæmt ráðuneytinu sýni skýrslurnar mynd sem sé langt frá raunveruleikanum og sýni í raun bara fyrir fram ákveðnar hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Mjanmar. Schraner Burgener, sem hefur sinnt hlutverki sendifulltrúa fyrir SÞ undanfarin þrjú ár, sagði í síðustu viku að herforingjastjórnin hafi engan áhuga á að koma til móts við alþjóðasamfélagið. Þá verði ólíklegra með hverjum deginum að hægt verði að snúa þróuninni í landinu við. Herforingjastjórnin hefur sakað sendifulltrúana um að hafa stuðst við óáreiðanlegar dánartölur í skýrslu sinni, hafi sakað stjórnina um ýmislegt misjafnt án þess að færa fyrir því sönnur og að hafa gert lítið úr meintu ofbeldi sem almenningur hafi beitt í atlögum gegn hernum. Þá hafi það ekki verið tekið fram í skýrslunni að herinn hafi tekið völd vegna kosningasvindls sem hafi verið framið í kosningum á síðasta ári. Alþjóðastofnanir og samtök hafa í auknum mæli gagnrýnt framgang herforingjastjórnarinnar og tilkynnti ASEAN, Samband Suðaustur-Asíuríkja, í síðustu viku að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fengi ekki að taka þátt í næstu ráðstefnu sambandsins. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Miklar óeirðir hafa riðið yfir landið síðan mjanmarski herinn tók völd þann 1. febrúar síðatliðinn. Herinn hefur verið sakaður um ýmis ódæðisverk og að hafa beitt óhóflegu valdi gegn almennum borgurum. Herforingjastjórnin hefur þó kennt „hryðjuverkamönnum“, sem starfi með stjórnarandstöðunni, um ófriðinn. Fréttastofa Reuters greinir frá. Utanríkisráðuneyti herforingjastjórnarinnar er síður en svo sátt með skýrslu sendifulltrúanna Christine Schraner Burgener og Tom Andrews. Samkvæmt ráðuneytinu sýni skýrslurnar mynd sem sé langt frá raunveruleikanum og sýni í raun bara fyrir fram ákveðnar hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Mjanmar. Schraner Burgener, sem hefur sinnt hlutverki sendifulltrúa fyrir SÞ undanfarin þrjú ár, sagði í síðustu viku að herforingjastjórnin hafi engan áhuga á að koma til móts við alþjóðasamfélagið. Þá verði ólíklegra með hverjum deginum að hægt verði að snúa þróuninni í landinu við. Herforingjastjórnin hefur sakað sendifulltrúana um að hafa stuðst við óáreiðanlegar dánartölur í skýrslu sinni, hafi sakað stjórnina um ýmislegt misjafnt án þess að færa fyrir því sönnur og að hafa gert lítið úr meintu ofbeldi sem almenningur hafi beitt í atlögum gegn hernum. Þá hafi það ekki verið tekið fram í skýrslunni að herinn hafi tekið völd vegna kosningasvindls sem hafi verið framið í kosningum á síðasta ári. Alþjóðastofnanir og samtök hafa í auknum mæli gagnrýnt framgang herforingjastjórnarinnar og tilkynnti ASEAN, Samband Suðaustur-Asíuríkja, í síðustu viku að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fengi ekki að taka þátt í næstu ráðstefnu sambandsins.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29