Elín Metta birti skemmtilega mynd af Ými á Instagram í treyju merktri Jensen. Á bakinu er einnig talan tíu, sem er númerið sem Elín Metta spilar með hjá liði Vals.
Elín er miðherji Íslandsmeistara Vals og leikmaður kvennalandsliðs Íslands. Síðustu vikur hefur hún þó verið frá vegna meiðsla. Elín Metta skoraði sex mörk í átta leikjum síðustu undankeppni sem aðalframherji Íslands, þegar liðið vann sér sæti á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar.