Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 16:41 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa á fundi með Landskjörstjórn á dögunum. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira