Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 23:24 Hekla er með umboðið fyrir Audi á Íslandi. Já.is Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira