Það lítur út fyrir að Solskjær ætli að lifa af 5-0 tap á heimavelli á móti erkifjendunum í Liverpool og spottinn hans er orðin ansi stuttur. Mennirnir sem hafa verið orðaðir við starfið eru einkum Antonio Conte og Zinedine Zidane.
Ex-Real Madrid boss Zinedine Zidane won't seek Manchester United job - sources - ESPN https://t.co/PwuAkYMTTf
— Real Madrid (@RealMadrid_fan) October 26, 2021
Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur Zidane ekki áhugi á starfinu. Franski knattspyrnustjórinn er ekkert að flýta sér í nýtt starf og ætlar að velja næsta starf vel. Conte hefur aftur á móti verið mjög jákvæður að setjast í stjórastólinn á Old Trafford.
Zidane horfir líklega til landsliðsþjálfarastarfs Frakka en hann þykir líklegur eftirmaður Didier Deschamps. Það lítur þó ekki út fyrir það að Deschamps sé á förum enda nýbúinn að gera franska landsliðið að Þjóðadeildarmeisturum.
Zidane er 49 ára gamall og hætti með Real Madrid liðið í sumar. Þetta var önnur þjálfaratíð hans með spænska stórliðið en sem þjálfari Real Madrid þá vann Zidane Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina tvisvar, tvo heimsmeistaratitla félagsliða og svo Ofurbikar Evrópu tvisvar.