Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 11:11 Margir hafa lagt leið sína að vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad, suður af miðborg Stokkhólms, til að minnast Einár. AP Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07