Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2021 12:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/egill Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar. Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira