Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:30 Josh Cavallo í leik með Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni. getty/Cameron Spencer Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United. Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United.
Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn