H.M.S. Hermann ekki Hermann Stefánsson nema síður sé Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2021 09:59 Guðni Elísson prófessor og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir útgefandi hafna með öllu því að hin fyrirferðarmikla persóna H.M.S. Hermann í bók Guðna Ljósgildrunni hafi nokkuð með Hermann Stefánsson að gera. vísir/vilhelm Guðni Elísson rithöfundur og prófessor segir það hreina og klára dellu að ein aðalpersónan í bók hans Ljósgildrunni, H.M.S Hermann sé byggður á Hermanni Stefánssyni rithöfundi. Sérkennilegt mál er nú risið í heimi bókmenntanna en svo virðist sem Hermann Stefánsson rithöfundur og ýmsir vinir hans og kollegar gefi sér að Guðni byggi persónusköpun sína á honum. Þannig greinir Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem einnig á bók í þessu jólabókaflóði, frá því á bloggsíðu sinni að hann sé frekar peppaður fyrir flóðinu. Hann var þá kominn 8 prósent inn í doðrant Guðna og skemmti sér ágætlega. En segist svo ekki skilja „dómgreindarleysið að láta beiskju sína í garð Hermanns Stefánssonar, sem mér sýnist að eigi að vera hinn ægilegi HMS Hermann, stjórna svona bókinni (Hermann fetti einhvern tíma fingur út í það að allir í bókmenntafræðinni í Háskólanum væru venslaðir – þar starfa m.a. Guðni og kona hans).“ Sögupersónan til í frumdrögum 2005 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir er útgefandi á Lesstofunni, sem gefur Ljósgildruna út. Hún segir það rétt að ýmsir hafi eftir að bókin kom út fitjað upp á því að H.M.S. Hermann hljóti að eiga sér fyrirmynd í Hermanni Stefánssyni. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir segir það rétt að menn, meðal annarra þekktur menningarblaðamaður, hafi sett sig í samband við Lesstofuna og viljað fordæma það að Hermann Stefánsson sé fyrirmynd persónunnar H.M.S. Hermanns.vísir/vilhelm „Við hjá Lesstofunni viljum ekki gera of mikið úr þessu en það er satt að Hermann Stefánsson hefur verið að hringja í fólk út um allt land og setja fram þessa kenningu sína. Hann var fullviss um að þetta væri hann áður en hann las bókina og skrifaði Guðna fjölmörg bréf og breytti það engu þótt Guðni segði honum að enginn lesenda Ljósgildrunnar hafði látið sér koma til hugar að hann væri fyrirmyndin.“ Og höfundurinn sjálfur segir það af og frá: „Nei, H.M.S. Hermann er ekki byggður á Hermanni Stefánssyni. Sögupersónan er til í frumdrögum frá árunum 2005 til 2006 og er blaðamaður með skjal dagsett í september 2008 sem sýnir fram á það,“ segir Guðni. Ekki fer á milli mála að prófessorinn hefur ama af því að þurfa að ansa þessu, þegar blaðamaður Vísis spyr út í þessa óljósu og óræðu kenningu sem þó hefur ferðast um netheima og víðar. Vísir birti fyrir nokkru ítarlegt viðtal við Guðna um bók hans sem sannarlega er mikil vöxtum og þaulhugsuð. Ljósgildran ekki lykilróman Guðni segir talsvert meira hanga á spýtunni en svo smásmuguleg hugmynd að hann byggi 800 síðna bók á Hermanni Stefánssyni. „Persóna H.M.S. Hermanns er samansett úr mörgum áttum meðal annars á hann sér forngrískar fyrirmyndir og er mótaður af ákveðinni manngerð í enskri endurreisnarleikritun. Þeir sem kjósa að lesa Ljósgildruna sem lykilsögu úr íslenskum samtíma fara því á mis við aðrar og áhugaverðari túlkunarleiðir. En það hefur reyndar lengi verið einkenni á Hermanni Stefánssyni sem rithöfundi að taka yfir annarra manna texta svo þetta er ekkert nýtt.“ Hermann Stefánsson rithöfundur. Hann er sem sagt ekki fyrirmynd persónu nafna síns í Ljósgildrunni.aðsend Guðni þvertekur fyrir að um lykilróman sé að ræða en hann gefur þeirri nálgun reyndar undir fótinn, því ein persóna verksins heitir Rauði-Gunnar sem á eitt og annað sameiginlegt með leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands. Guðni segir að það undantekningin sem sanni regluna. En hann ítrekar að ekkert sé hæft í því að hann hafi haft Hermann Stefánsson í huga þegar hann skóp H.M.S. Hermann. Þeir eigi nafnið vissulega sameiginlegt en sé hægt að byggja á því einu væri hægt að fara mikinn með ýmsar kenningar, ef menn vilja leita að raunverulegu fólki í skáldskap. Sem sé rislág bókmenntafræði. Fullt af Hermönnum í sögunni Sigrún Margrét bætir því við að það sé fullt af Hermönnum í sögunni, til dæmis sé talað um Hermann Bang, Hermann Melville og Hermann Hesse – svo ekki sé minnst á Hermann Göring og Hermann í Tevtóborgarskógi. „En þetta hefur haft þau áhrif að áhrifamikill menningarblaðamaður hringdi í okkur og hafði í hótunum og skrifaði á Facebook að ef þetta reyndist vera rétt þá væri Guðni búinn að vera. Hann hafði að vísu ekki heldur lesið bókina ekki frekar en Eiríkur Örn sem er bara búinn með 2 kafla af 16 þegar hann sendir frá sér yfirlýsingu sína um að þessi 800 síðna saga sé mótuð af hugmyndinni um Hermann Stefánsson. Blaðamaður Vísis, Guðni og Sigrún Margrét skoða gögn á skrifstofu Guðna í Háskóla Íslands sem sýna að persónan H.M.S. Hermann var þegar til í frumdrögum árið 2005.vísir/vilhelm Snýst þetta ekki helst um lestrarleiðir? Lykilsagan er sú einfaldasta, hitt sem snýr að menningarsögulegu samhengi er aðeins flóknara,“ segir Sigrún sem snýr upp á þessa nálgun: „Það mætti þá alveg eins spyrja hvort blaðamaðurinn sé kannski á þeirri skoðun að hitt skáldið í sögunni, Jakob, sé mótað af honum sjálfum. Í Ljósgildrunni er í ofanálag bjarndýr og stelpan Grenju-Gréta. Hvað segir þú um það Jakob Bjarnar Grétarsson?“ Og blaðamaður Vísis segir svo sem ekki mikið við því. Bókmenntir Bókaútgáfa Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Háskólar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Sérkennilegt mál er nú risið í heimi bókmenntanna en svo virðist sem Hermann Stefánsson rithöfundur og ýmsir vinir hans og kollegar gefi sér að Guðni byggi persónusköpun sína á honum. Þannig greinir Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem einnig á bók í þessu jólabókaflóði, frá því á bloggsíðu sinni að hann sé frekar peppaður fyrir flóðinu. Hann var þá kominn 8 prósent inn í doðrant Guðna og skemmti sér ágætlega. En segist svo ekki skilja „dómgreindarleysið að láta beiskju sína í garð Hermanns Stefánssonar, sem mér sýnist að eigi að vera hinn ægilegi HMS Hermann, stjórna svona bókinni (Hermann fetti einhvern tíma fingur út í það að allir í bókmenntafræðinni í Háskólanum væru venslaðir – þar starfa m.a. Guðni og kona hans).“ Sögupersónan til í frumdrögum 2005 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir er útgefandi á Lesstofunni, sem gefur Ljósgildruna út. Hún segir það rétt að ýmsir hafi eftir að bókin kom út fitjað upp á því að H.M.S. Hermann hljóti að eiga sér fyrirmynd í Hermanni Stefánssyni. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir segir það rétt að menn, meðal annarra þekktur menningarblaðamaður, hafi sett sig í samband við Lesstofuna og viljað fordæma það að Hermann Stefánsson sé fyrirmynd persónunnar H.M.S. Hermanns.vísir/vilhelm „Við hjá Lesstofunni viljum ekki gera of mikið úr þessu en það er satt að Hermann Stefánsson hefur verið að hringja í fólk út um allt land og setja fram þessa kenningu sína. Hann var fullviss um að þetta væri hann áður en hann las bókina og skrifaði Guðna fjölmörg bréf og breytti það engu þótt Guðni segði honum að enginn lesenda Ljósgildrunnar hafði látið sér koma til hugar að hann væri fyrirmyndin.“ Og höfundurinn sjálfur segir það af og frá: „Nei, H.M.S. Hermann er ekki byggður á Hermanni Stefánssyni. Sögupersónan er til í frumdrögum frá árunum 2005 til 2006 og er blaðamaður með skjal dagsett í september 2008 sem sýnir fram á það,“ segir Guðni. Ekki fer á milli mála að prófessorinn hefur ama af því að þurfa að ansa þessu, þegar blaðamaður Vísis spyr út í þessa óljósu og óræðu kenningu sem þó hefur ferðast um netheima og víðar. Vísir birti fyrir nokkru ítarlegt viðtal við Guðna um bók hans sem sannarlega er mikil vöxtum og þaulhugsuð. Ljósgildran ekki lykilróman Guðni segir talsvert meira hanga á spýtunni en svo smásmuguleg hugmynd að hann byggi 800 síðna bók á Hermanni Stefánssyni. „Persóna H.M.S. Hermanns er samansett úr mörgum áttum meðal annars á hann sér forngrískar fyrirmyndir og er mótaður af ákveðinni manngerð í enskri endurreisnarleikritun. Þeir sem kjósa að lesa Ljósgildruna sem lykilsögu úr íslenskum samtíma fara því á mis við aðrar og áhugaverðari túlkunarleiðir. En það hefur reyndar lengi verið einkenni á Hermanni Stefánssyni sem rithöfundi að taka yfir annarra manna texta svo þetta er ekkert nýtt.“ Hermann Stefánsson rithöfundur. Hann er sem sagt ekki fyrirmynd persónu nafna síns í Ljósgildrunni.aðsend Guðni þvertekur fyrir að um lykilróman sé að ræða en hann gefur þeirri nálgun reyndar undir fótinn, því ein persóna verksins heitir Rauði-Gunnar sem á eitt og annað sameiginlegt með leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands. Guðni segir að það undantekningin sem sanni regluna. En hann ítrekar að ekkert sé hæft í því að hann hafi haft Hermann Stefánsson í huga þegar hann skóp H.M.S. Hermann. Þeir eigi nafnið vissulega sameiginlegt en sé hægt að byggja á því einu væri hægt að fara mikinn með ýmsar kenningar, ef menn vilja leita að raunverulegu fólki í skáldskap. Sem sé rislág bókmenntafræði. Fullt af Hermönnum í sögunni Sigrún Margrét bætir því við að það sé fullt af Hermönnum í sögunni, til dæmis sé talað um Hermann Bang, Hermann Melville og Hermann Hesse – svo ekki sé minnst á Hermann Göring og Hermann í Tevtóborgarskógi. „En þetta hefur haft þau áhrif að áhrifamikill menningarblaðamaður hringdi í okkur og hafði í hótunum og skrifaði á Facebook að ef þetta reyndist vera rétt þá væri Guðni búinn að vera. Hann hafði að vísu ekki heldur lesið bókina ekki frekar en Eiríkur Örn sem er bara búinn með 2 kafla af 16 þegar hann sendir frá sér yfirlýsingu sína um að þessi 800 síðna saga sé mótuð af hugmyndinni um Hermann Stefánsson. Blaðamaður Vísis, Guðni og Sigrún Margrét skoða gögn á skrifstofu Guðna í Háskóla Íslands sem sýna að persónan H.M.S. Hermann var þegar til í frumdrögum árið 2005.vísir/vilhelm Snýst þetta ekki helst um lestrarleiðir? Lykilsagan er sú einfaldasta, hitt sem snýr að menningarsögulegu samhengi er aðeins flóknara,“ segir Sigrún sem snýr upp á þessa nálgun: „Það mætti þá alveg eins spyrja hvort blaðamaðurinn sé kannski á þeirri skoðun að hitt skáldið í sögunni, Jakob, sé mótað af honum sjálfum. Í Ljósgildrunni er í ofanálag bjarndýr og stelpan Grenju-Gréta. Hvað segir þú um það Jakob Bjarnar Grétarsson?“ Og blaðamaður Vísis segir svo sem ekki mikið við því.
Bókmenntir Bókaútgáfa Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Háskólar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira