Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 10:44 Meðlimir glæpagengja Haítí eru bæði fleiri og betur vopnaðir en lögreglan. AP/Rodrigo Abd Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise. Haítí Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise.
Haítí Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira