Alfreð loksins tilbúinn og „ljótur sigur“ í kvöld gæti breytt ýmsu Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 14:32 Alfreð Finnbogason kom inn á og spilaði í fimm mínútur gegn Arminia Bielefeld 17. október en hafði þá ekki spilað í þýsku deildinni síðan í maí. Getty/Stefan Puchner Á árinu 2021 hefur Alfreð Finnbogason aðeins þrisvar sinnum verið í byrjunarliði þýska liðsins Augsburg. Nú er hann tilbúinn að byrja leiki á ný, þjálfara sínum til mikillar ánægju. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira