600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 10 prósent starfsmanna Landspítalans séu óbólusett. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10