Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. október 2021 22:59 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Stöð 2 Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Verslun Hrekkjavaka Öskudagur Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent