Eftir 1-0 sigur Randers á AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn fékk Kehinde ógeðsleg rasísk skilaboð á Instagram. Hann birti mynd af nokkrum þeirra og við hana skrifaði hann: „Allt vegna þess að liðið ykkar tapaði leik. Kannski hefði þetta verið betra ef liðið hefði keypt ykkur.“
Mikael deildi mynd Kehindis á Instagram og tók rasistana til bæna. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma. Skammist ykkar.“
Der er ingen plads til racisme. I burde skamme jer. pic.twitter.com/8Iqw29TqT7
— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) October 27, 2021
Mikael lék ekki með AGF í leiknum gegn Randers vegna meiðsla. Félagi hans í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, var í byrjunarliði AGF og lék fyrstu sjötíu mínútur leiksins.
Kehinde kom inn á sem varamaður í liði Randers á 67. mínútu. Þessi 23 ára framherji frá Nígeríu hefur leikið með Randers undanfarin þrjú ár.
Randers er í 3. sæti dönsku deildarinnar en AGF í því níunda.