Flugu með lúðrasveit til Íslands en Haukar ætla að vera háværari í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 12:00 Stuðningsmenn Hauka gætu þurft að hafa sig alla við til að yfirgnæfa gestina frá Tékklandi í kvöld. vísir/vilhelm Haukar vilja allar hendur á dekk í Ólafssal í kvöld þegar liðið freistar þess að vinna sinn fyrsta sigur í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta. Gestirnir frá Tékklandi mæta með kröftuga stuðningsmannasveit með sér. Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum