„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 15:00 Ja'Marr Chase fagnar snertimarki sínu í sigri Cincinnati Bengals á Baltimore Ravens. Hann stakk þar alla af. Getty/Rob Carr Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals. Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira