Ronaldo er fyrir fjögurra barna faðir. Sonur hans Cristiano er ellefu ára, tvíburarnir Eva Maria og Mateo eru fjögurra ára og Alana Martina dóttir hans er þriggja og hálfs.
Ronaldo hefur ekki gefið upp hver móðir Cristiano yngri sé en tvíburana eignaðist hann með hjálp staðgöngumóður. Þau Rodríguez eignuðust svo Alönu Martinu árið 2018.
Ronaldo gekk í ágúst til liðs við Manchester United á nýjan leik eftir að hafa spilað með Juventus á Ítalíu frá árinu 2018. Þar á undan spilaði hann með Real Madrid á Spáni hvert hann fór fram Manchester United árið 2009.
Gengi United innan vallar hefur verið undir pari undanfarnar vikur en gleðin í einkalífi knattspyrnukappans er mikil, ef marka má færslu hans á Instagram.