„Kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 21:57 Bjarni Magnússon hefði viljað sjá Haukana sína spila miklu betur í fyrri hálfleik gegn Brno. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ósáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik gegn Brno í Evrópubikarnum í kvöld. Haukar voru 19-45 undir í hálfleik en náðu sér betur á strik í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 42-35. Á endanum vann Brno nítján stiga sigur, 61-80. „Þetta var sitt hvor leikurinn. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Ég var langt frá því að vera sáttur. Við vorum hægar, hálf hræddar og eins og við hefðum enga trú á verkefninu,“ sagði Bjarni við Vísi í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var mun betri, áræðnin var meiri og þegar þeir fengum hreyfingu í sóknina gekk þetta ágætlega. En svo datt þetta niður inn á milli og var alltof hægt. Á móti þessum liðum þurfum við að halda uppi meiri hraða og færa boltann milli kanta.“ Bjarni var sérstaklega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik miðað við hvernig Haukar spiluðu í þeim seinni. Hann hefði viljað sjá lykilmenn liðsins gera meira. „Þetta var alls ekki það sem við ætluðum að koma með í dag. Ég skil ekki hvar við vorum andlega. Og þessir lykilmenn hjá okkur sem ætla og vilja gera stóra hluta og spila um titla, þú kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist,“ sagði Bjarni. En hvað breyttist til batnaðar hjá Haukum í seinni hálfleik? „Við vorum áræðnari og grimmari í vörninni. Við héldum mönnum fyrir framan okkur sem gekk ekki í fyrri hálfleik. Þær löbbuðu allar framhjá okkur í einn á einn vörninni en hún varð aðeins betri,“ sagði Bjarni. „Svo komu kaflar í sókninni þar sem við færðum boltann betur og þá fengum við betri skot. Heilt yfir hittum við ekki vel en það er eins og það er. En frammistaðan í seinni hálfleik var góð og þess vegna er ennþá meira svekkjandi hvað fyrri hálfleikurinn var dapur.“ Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Haukar voru 19-45 undir í hálfleik en náðu sér betur á strik í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 42-35. Á endanum vann Brno nítján stiga sigur, 61-80. „Þetta var sitt hvor leikurinn. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Ég var langt frá því að vera sáttur. Við vorum hægar, hálf hræddar og eins og við hefðum enga trú á verkefninu,“ sagði Bjarni við Vísi í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var mun betri, áræðnin var meiri og þegar þeir fengum hreyfingu í sóknina gekk þetta ágætlega. En svo datt þetta niður inn á milli og var alltof hægt. Á móti þessum liðum þurfum við að halda uppi meiri hraða og færa boltann milli kanta.“ Bjarni var sérstaklega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik miðað við hvernig Haukar spiluðu í þeim seinni. Hann hefði viljað sjá lykilmenn liðsins gera meira. „Þetta var alls ekki það sem við ætluðum að koma með í dag. Ég skil ekki hvar við vorum andlega. Og þessir lykilmenn hjá okkur sem ætla og vilja gera stóra hluta og spila um titla, þú kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist,“ sagði Bjarni. En hvað breyttist til batnaðar hjá Haukum í seinni hálfleik? „Við vorum áræðnari og grimmari í vörninni. Við héldum mönnum fyrir framan okkur sem gekk ekki í fyrri hálfleik. Þær löbbuðu allar framhjá okkur í einn á einn vörninni en hún varð aðeins betri,“ sagði Bjarni. „Svo komu kaflar í sókninni þar sem við færðum boltann betur og þá fengum við betri skot. Heilt yfir hittum við ekki vel en það er eins og það er. En frammistaðan í seinni hálfleik var góð og þess vegna er ennþá meira svekkjandi hvað fyrri hálfleikurinn var dapur.“
Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum