Börn þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2021 23:03 Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Vísir/Egill Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja en íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Sérfræðingur í eiturefnafræði segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka meðal annars blóðþrýsting og skaða æðakerfið. Orkudrykkir sem innihalda koffín njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal annars hjá ungmennum. Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hafi neikvæðáhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Nefndin skoðaði meðal annars hversu mikil neyslan er. Niðurstöðurnar sýna að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. „Framhaldsskólanemar eru að neyta orkudrykkja í umtalsverðu magni. Það er yfir helmingur þeirra drekkur orkudrykki og tíu tuttugu prósent þeirra eru að drekka þá daglega eða oftar,“ segir Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Ásta segir rannsóknina sýna að orkudrykkir hafi neikvæðáhrif á svefn og andlegan líðan ungmennanna. Matvælastofnun telur mikla neyslu gefa tilefni til að takmarka aðgengi að drykkjunum. „Krakkarnir voru að segja að þau voru að fá þessa drykki gefins. Fjörutíu til sjötíu prósent sögðu að þau voru að fá drykki gefins í tengslum við íþróttir og hópastarf á meðan það voru tíu prósent framhaldsskólanema,“ segir Ásta. Undanfarin ár hefur Eitrunarmiðstöð af og til borist símtöl vegna eituráhrifa af orkudrykkjum. Þá hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn hafa leitaðá bráðamóttöku Landspítalans eða á Barnaspítalann eftir neyslu orkudrykkja. „Það eru yfirleitt svona örvandi áhrif. Þau eru kannski með hraðan hjartslátt og svona kvíða sem fylgir því að hafa svona mikið af þessum efnum í blóðinu,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum.Vísir/Egill Curtis segist langtímaáhrifin af neyslu orkudrykkja áhyggjuefni. „Þá ert þú að hækka blóðþrýstinginn á hverjum degi og púlsinn þá er í raun og veru kemur skaði í æðakerfinu fljótara í þeim einstaklingum sem gera það,“ segir Curtis. Þannig getur hækkaður blóðþrýstingur sem fylgi mikilli notkun um langa hríð valdið skaða hjá ungmennum. „Það eru ýmis vandræði sem fylgir því að vera með háan þrýsting og við vitum mikið um það skilurðu. Svo börnin myndu kannski ekki strax lenda í vandræðum en þegar þau eru eldri þá eru þau búin að skaða æðakerfið og þú ferð ekki til baka. Þú munt ekki breyta því,“ segir Curtis. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Orkudrykkir sem innihalda koffín njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal annars hjá ungmennum. Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hafi neikvæðáhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Nefndin skoðaði meðal annars hversu mikil neyslan er. Niðurstöðurnar sýna að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. „Framhaldsskólanemar eru að neyta orkudrykkja í umtalsverðu magni. Það er yfir helmingur þeirra drekkur orkudrykki og tíu tuttugu prósent þeirra eru að drekka þá daglega eða oftar,“ segir Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Ásta segir rannsóknina sýna að orkudrykkir hafi neikvæðáhrif á svefn og andlegan líðan ungmennanna. Matvælastofnun telur mikla neyslu gefa tilefni til að takmarka aðgengi að drykkjunum. „Krakkarnir voru að segja að þau voru að fá þessa drykki gefins. Fjörutíu til sjötíu prósent sögðu að þau voru að fá drykki gefins í tengslum við íþróttir og hópastarf á meðan það voru tíu prósent framhaldsskólanema,“ segir Ásta. Undanfarin ár hefur Eitrunarmiðstöð af og til borist símtöl vegna eituráhrifa af orkudrykkjum. Þá hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn hafa leitaðá bráðamóttöku Landspítalans eða á Barnaspítalann eftir neyslu orkudrykkja. „Það eru yfirleitt svona örvandi áhrif. Þau eru kannski með hraðan hjartslátt og svona kvíða sem fylgir því að hafa svona mikið af þessum efnum í blóðinu,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum.Vísir/Egill Curtis segist langtímaáhrifin af neyslu orkudrykkja áhyggjuefni. „Þá ert þú að hækka blóðþrýstinginn á hverjum degi og púlsinn þá er í raun og veru kemur skaði í æðakerfinu fljótara í þeim einstaklingum sem gera það,“ segir Curtis. Þannig getur hækkaður blóðþrýstingur sem fylgi mikilli notkun um langa hríð valdið skaða hjá ungmennum. „Það eru ýmis vandræði sem fylgir því að vera með háan þrýsting og við vitum mikið um það skilurðu. Svo börnin myndu kannski ekki strax lenda í vandræðum en þegar þau eru eldri þá eru þau búin að skaða æðakerfið og þú ferð ekki til baka. Þú munt ekki breyta því,“ segir Curtis.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira