„Við verðum bara að treysta fólki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 12:20 Þórólfur segist vona að ekki þurfi að grípa til hertra aðgerða. Vísir/Vilhelm Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52