Stofna félag til höfuðs meintu samráðsleysi í Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2021 13:31 Vinir Kópavogs eru ósáttir við meint samráðsleysi bæjarins við íbúa við gerð skipulags fyrir miðbæjarsvæði Kópavogs. Kópavogsbær Stofnfundur félagsins Vinir Kópavogs var haldinn í gær. Húsfyllir var á fundinum en markmið félagsins er stofna vettvang til að veita bæjaryfirvöldum í Kópavogi aðhald í skipulagsmálum. Nýkjörinn stjórnarmaður segir reynsluna vera þá að lítið sé hlustað á Kópavogsbúa í slíkum málun. Um 200 stofnmeðlimir eru í hinu nýja félagi og var fullt út úr dyrum þegar stofnfundurinn var haldinn í gær. Yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að bæjarstjórn Kópavogs endurskoði afstöðu sína til skipulagsmála og að stefnubreyting verði í þeim málum hið fyrsta. Óánægja með fyrirhugaða uppbyggingu í miðbænum Í samtali við Vísi segir Tryggvi Felixson, íbúi í bænum og stjórnarmaður í félaginu, að á þessari stundu snúist óánægjan að mestu leyti að fyrirhugaðri uppbyggingu á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í miðbæ Kópavogs. Markmið félagsins er meðal annars að vera miðpunktur íbúa til að hafa áhrif í skipulagsmálum bæjarins. Fundurinn var haldinn í gær.Aðsend „Eins og kom fram á fundinum í gær þá teygir þessi óánægja sig út í hverfin. Út á Kársnesið, hérna í efri byggðum líka. Þetta félag sem var stofnað á að vera heimili fyrir bæjarbúa sem vilja koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Það getur verið flókið og erfitt. Við höfum safnað þekkingu í þetta félag þannig að félagið hefur miklu meiri tilgang en þessi mál sem eru í fókus núna,“ segir Tryggvi. Í yfirlýsingu fundarins er því haldið fram að samráð yfirvalda í bænum við íbúa í skipulagsmálum sé lítið sem ekkert. „Við höldum að við getum veitt bæjaryfirvöldum meira og betra aðhald sem þau virðast þurfa. Reynslan okkar bendir til þess að þau hlusti mjög lítið á íbúana en þeir sem hafa lóðarréttindin, oft verktakar og spekúlantar, þeir nái vil til eyrna bæjaryfirvalda,“ segir Tryggvi. Telja að byrjað hafi verið á öfugum enda Berst þá talið að áðurnefndum Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Á fyrrnefnda reitnum er gert ráð fyrir að reisa allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á síðarnefnda reitnum er gert ráð fyrir að reisa 280 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Þá er einnig gert ráð fyrir svokölluðum mannlífsás á svæðinu, öðru nafni göngugötu. Meðal þess sem Vinir Kópavogs gagnrýna er að ekki hafi verið haft samráð við íbúa um hvernig miðbæ Kópavogsbúar vilji sjá, málið hafi verið lagt í hendur þeirra sem keyptu lóðina. „Það eru þessar lóðarrétthafar sem ráða mann í vinnu sem fer síðan að mata bæjarbúa með hugmyndum um hvernig þeir vilja byggja þennan miðbæ. Málinu er snúið á haus. Bæjarbúar eru ekki spurðir að því hvernig miðbæ vilja þeir skipuleggja,“ segir Tryggvi. Segir hann að skipulagsyfirvöld hafi ekki lagt við hlustirnar þegar reynt var að malda í móinn. „Þá hefst þessi erfiða deila því að bæjaryfirvöld virðast bara leggjast á sveif með þessum lóðarrétthafa og athugasemdir og ábendingar sem við komum með, þær fá mjög takmarkaðar undirtektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi Felixson er stjórnarmaður í Vinum Kópavogs.Vísir/Egill Markmið félagsins er meðal annars að hafa meiri áhrif og að auðvelda bæjarbúum að koma með athugasemdir, enda geti hundruð félagsmanna haft meiri áhrif sem heild heldur en hver í sínu horni að sögn Tryggva. Samþykkt var í gær að krefjast þess að núverandi deiliskipulag fyrir umrædda reiti verði lagt til hliðar, og að hafin verði vinna við að smíða nýtt skipulag. Fyrir og eftir myndir frá svæðinu.PK arkitektar. „Krafa okkar er sú: Leggjum þetta til hliðar og byrjuym upp á nýtt. Gerum þetta eins og fólk á að gera þetta. Það á að byrja á að ræða hvaða markmiðum viljum við ná, ekki hvaða markmiðum vill verktakinn eða lóðarrétthafinn ná, heldur hvaða markmiðum viljum við sem bæjarfélag ná. Síðan byrja fagmennirnir að rissa upp hugmyndirnir, segir Tryggvi en félagsmenn óttast að hagsmunir framkvæmdaraðila ráði för, fremur en hagsmunir bæjarbúa. „Ef að það er þetta sem þeir vilja fá, skjólsælt, sólríkt, mannlegt og gott umhverfi hvernig myndum við þá skipuleggja þetta svæði út frá þeim sjónarmiðum? Ekki hvernig ætlum við að hafa sem mest upp úr þessu.“ Kópavogur Skipulag Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Um 200 stofnmeðlimir eru í hinu nýja félagi og var fullt út úr dyrum þegar stofnfundurinn var haldinn í gær. Yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að bæjarstjórn Kópavogs endurskoði afstöðu sína til skipulagsmála og að stefnubreyting verði í þeim málum hið fyrsta. Óánægja með fyrirhugaða uppbyggingu í miðbænum Í samtali við Vísi segir Tryggvi Felixson, íbúi í bænum og stjórnarmaður í félaginu, að á þessari stundu snúist óánægjan að mestu leyti að fyrirhugaðri uppbyggingu á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í miðbæ Kópavogs. Markmið félagsins er meðal annars að vera miðpunktur íbúa til að hafa áhrif í skipulagsmálum bæjarins. Fundurinn var haldinn í gær.Aðsend „Eins og kom fram á fundinum í gær þá teygir þessi óánægja sig út í hverfin. Út á Kársnesið, hérna í efri byggðum líka. Þetta félag sem var stofnað á að vera heimili fyrir bæjarbúa sem vilja koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Það getur verið flókið og erfitt. Við höfum safnað þekkingu í þetta félag þannig að félagið hefur miklu meiri tilgang en þessi mál sem eru í fókus núna,“ segir Tryggvi. Í yfirlýsingu fundarins er því haldið fram að samráð yfirvalda í bænum við íbúa í skipulagsmálum sé lítið sem ekkert. „Við höldum að við getum veitt bæjaryfirvöldum meira og betra aðhald sem þau virðast þurfa. Reynslan okkar bendir til þess að þau hlusti mjög lítið á íbúana en þeir sem hafa lóðarréttindin, oft verktakar og spekúlantar, þeir nái vil til eyrna bæjaryfirvalda,“ segir Tryggvi. Telja að byrjað hafi verið á öfugum enda Berst þá talið að áðurnefndum Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Á fyrrnefnda reitnum er gert ráð fyrir að reisa allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á síðarnefnda reitnum er gert ráð fyrir að reisa 280 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Þá er einnig gert ráð fyrir svokölluðum mannlífsás á svæðinu, öðru nafni göngugötu. Meðal þess sem Vinir Kópavogs gagnrýna er að ekki hafi verið haft samráð við íbúa um hvernig miðbæ Kópavogsbúar vilji sjá, málið hafi verið lagt í hendur þeirra sem keyptu lóðina. „Það eru þessar lóðarrétthafar sem ráða mann í vinnu sem fer síðan að mata bæjarbúa með hugmyndum um hvernig þeir vilja byggja þennan miðbæ. Málinu er snúið á haus. Bæjarbúar eru ekki spurðir að því hvernig miðbæ vilja þeir skipuleggja,“ segir Tryggvi. Segir hann að skipulagsyfirvöld hafi ekki lagt við hlustirnar þegar reynt var að malda í móinn. „Þá hefst þessi erfiða deila því að bæjaryfirvöld virðast bara leggjast á sveif með þessum lóðarrétthafa og athugasemdir og ábendingar sem við komum með, þær fá mjög takmarkaðar undirtektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi Felixson er stjórnarmaður í Vinum Kópavogs.Vísir/Egill Markmið félagsins er meðal annars að hafa meiri áhrif og að auðvelda bæjarbúum að koma með athugasemdir, enda geti hundruð félagsmanna haft meiri áhrif sem heild heldur en hver í sínu horni að sögn Tryggva. Samþykkt var í gær að krefjast þess að núverandi deiliskipulag fyrir umrædda reiti verði lagt til hliðar, og að hafin verði vinna við að smíða nýtt skipulag. Fyrir og eftir myndir frá svæðinu.PK arkitektar. „Krafa okkar er sú: Leggjum þetta til hliðar og byrjuym upp á nýtt. Gerum þetta eins og fólk á að gera þetta. Það á að byrja á að ræða hvaða markmiðum viljum við ná, ekki hvaða markmiðum vill verktakinn eða lóðarrétthafinn ná, heldur hvaða markmiðum viljum við sem bæjarfélag ná. Síðan byrja fagmennirnir að rissa upp hugmyndirnir, segir Tryggvi en félagsmenn óttast að hagsmunir framkvæmdaraðila ráði för, fremur en hagsmunir bæjarbúa. „Ef að það er þetta sem þeir vilja fá, skjólsælt, sólríkt, mannlegt og gott umhverfi hvernig myndum við þá skipuleggja þetta svæði út frá þeim sjónarmiðum? Ekki hvernig ætlum við að hafa sem mest upp úr þessu.“
Kópavogur Skipulag Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent