Koeman var látinn fara eftir 1-0 tap Barcelona gegn Rayo Vallecano síðastliðinn miðvikudag og Laporta hefur viðurkennt að hann hefði átt að láta stjórann fara fyrr.
Flestir miðlar eru sammála um það að Xavi sé líklegasti arftaki Koeman, en Laporta vill þó ekki gefa upp hvort að svo sé eða ekki. Xavi er nú þjálfari Al Sadd í Katar.
„Ég hef alltaf sagt að Xavi verði þjálfari Barcelona einn daginn, en ég veit ekki hvenær,“ sagði Laporta.
„Við höfum fengið frábær meðmæli frá Al Sadd varðandi Xavi. Allt sem við höfum um hann er jákvætt. Við getum talað mikið um Xavi, en ég get ekki farið út í meiri smáatriði. Nafn hans hefur komið upp í öllum blöðunum, en við erum að skoða aðra kosti líka.“
🗣 "I always said it. One day Xavi will be Barca coach."
— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2021
Barcelona president Joan Laporta on the possibility of Xavi being appointed the next manager pic.twitter.com/ELMKlONRyD
Xavi lék með aðalliði Barcelona frá 1999 til ársins 2015, en alls lék hann 505 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim 58 mörk. Hann vann spænsku deildina átta sinnum með félaginu, Meistaradeildina fjórum sinnum og spænska bikarinn, Copa Del Rey, þrisvar.