Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2021 13:32 Unnið við nýja íbúðargötu á Hellu, sem heitir Kjarralda Aðsend Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira