Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að skipið verði komið til hafnar á Siglufirði þann 6. nóvember en það verður heimahöfn skipsins. Með því að gera Freyju út frá Siglufirði og Þór frá Reykjavík vilja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar auka viðbragðsgetu og bæta öryggi sjófarenda.
Varðskipið Freyja er 86 metra langt og tuttugu metra breitt. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinn. Kaupverð þess er rúmir 1,7 milljarðar króna.
Landhelgisgæslan birti í gær myndband þar sem sjá má skipið í Rotterdam. Einnig er rætt við Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóra Siglingasviðs Landhelgisgæslunnar, og segir hann frá skipinu og undirbúningi kaupa þess.
