Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 14:01 Hæstiréttur mun úrskurða um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi vald til að setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Úrskurður mun ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári. Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira