Þetta sagði þýski knattspyrnustjórinn í samtali við opinbera heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær.
Keita meiddist aftan í læri, en hann á eftir að fara í nánari skoðun sem mun leiða í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.
„Hann sagði mér frá þessu og sýndi mér hvar meiðslin væru,“ sagði Klopp. „Þannig ég veit ekki, en við sjáum til. Hann fer í skoðun á morgun eða heinn og þá vitum við hversu alvarlegt það er.“
„En ef einhver finnur til aftan í læri yrði þetta í fyrsta sinn sem hann yrði tilbúinn í næsta leik þannig að ég sé það ekki gerast.“