Í frétt AP segir að í lokaályktun fundarins sem fór fram í Róm um helgina, hafi leiðtogarnir einnig komið sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum.
Engin fyrirheit voru hins vegar gefin um hvort eða hvenær ríkin myndu byrja að draga úr raforkuframleiðslu með kolum innan eigin landamæra, en Kína og Indland eru umsvifamest í þeim málum.
Iðnríkin 20 standa samtals fyrir þremur fjórðu af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en þau leitast nú við að ná saman um að draga úr útblæstri og aðstoða fátækari ríki við að takast á við áhrif loftslagsbreytinga.