Fótbolti

Correa tryggði ítölsku meisturunum þrjú stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joaquin Correa fagnar öðru marki sínu í dag.
Joaquin Correa fagnar öðru marki sínu í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images

Ítölsku meistararnir í Inter Milan unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Joaquin Correa sá um markakorun meistaranna.

Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Joaquin Correa kom heimamönnum loks yfir eftir um klukkutíma leik, og hann var aftur á ferðinni áttamínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forystu Inter eftir stoðsendingu frá Denzel Dumfries.

Þetta reyndis seinasta mark leiksins og það voru því leikmenn Inter sem fögnuðu 2-0 sigri. Liðið situr nú í þriðja sæti ítölsku deildarinnar með 24 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum minna en Napoli og AC Milan sem sitja í fyrsta og öðru sæti.

Udinese eru hins vegar í 14. sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×