Nuno hefur verið nokkuð valtur í starfi undanfarið, og ekki batnaði staða hans við 3-0 tap liðsins gegn Manchester United í gær. Í lok leiks létu stuðningsmenn Tottenham óánægju sína í ljós og bauluðu á liðið.
Tottenham fór vel af stað undir stjórn Nuno og vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Síðan þá hafa þeir tapað fimm af seinustu sjö leikjum.
Gera má ráð fyrir því að pirringur stuðningsmanna beinist helst að hugmyndasnauðum sóknarleik liðsins, en Tottenham hefur aðeins skorað níu mörk í tíu umferðum í ensku úrvalsdeildinni.
Liðið átti ekki eitt einast skot á markið gegn United í gær, en seinast þegar liðið lék heimaleik án þess að eiga skot á markið var árið 2013 er liðið steinlá 5-0 gegn Liverpool. Í kjölfarið var þáverandi þjálfari liðsins, André Villas Boas, látinn róa.
😖 Tottenham failed to register a shot on target against Manchester United on Saturday for the first time in a home league match since a 5-0 loss to Liverpool in December 2013
— WhoScored.com (@WhoScored) October 31, 2021
😳 Andre Villas-Boas left the club the day after that Liverpool defeat...