Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:04 Kínverjum hefur tekist að bæta loftgæði í mörgum borgum landsins en nú er óttast að sá árangur muni snúast við. AP/Mark Schiefelbein Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd. Umhverfismál Kína Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd.
Umhverfismál Kína Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira