KR endaði í 3. sæti Pepsi Max deildar karla og hefur verið í óðaönn að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil.
Nú hefur hinn 23 ára gamli Aron Kristófer samið við félagið en hann er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir KR-inga á síðustu vikum. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum KR í dag.
Aron Kristófer er sonur Lárusar Orra Sigurðssonar, fyrrum landsliðsmann í fótbolta, og leikur ýmist í stöðu vinstri bakvarðar og vinstri vængmanns. Hann lék alls 19 leiki með ÍA í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð.
Alls á Aron Kristófer að baki 140 KSÍ leiki og hefur hann skorað í þeim 12 mörk.
Eins og áður sagði er þetta fjórði leikmaðurinn sem KR hefur samið við síðan tímabilinu lauk. Markvörðurinn Aron Snæ Friðriksson kom frá Fylki og þá voru sóttir tveir framherjar. Sigurður Bjartur Hallsson kom frá Grindavík og Stefan Alexander Ljubicic frá HK.