Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 20:04 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum. COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum.
COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19