Kynþáttaníð, grímuleysi og dróni truflaði þjóðsöng Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 09:31 Ungverskir stuðningsmenn létu ófriðlega á Wembley eftir að hafa sömuleiðis beitt leikmenn enska landsliðsins kynþáttaníði á heimaleik sínum gegn Englandi. Getty/Marc Atkins FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur refsað yfir 50 aðildarsamböndum vegna hegðunar stuðningsmanna í landsleikjum í haust. Reuters greinir frá þessu og segir að Ungverjar hafi fengið mestu refsinguna en þeir eru á meðal fjölda þjóða sem fengið hafa einhvers konar áhorfendabann. Um er að ræða refsingar vegna hegðunar á landsleikjum karla. Ungverjar voru skikkaðir til að spila tvo heimaleiki án áhorfenda, seinni leikurinn er þó skilorðsbundinn, og mega ekki mæta á næsta útileik landsliðs síns. Þeir hlutu refsinguna vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna og vegna þess að reyksprengjur sprungu og stigagangar stífluðust á leikjum við England og Andorra. Ungverska knattspyrnusambandið fékk auk þess sektir sem samtals nema 281.000 svissneskum frönkum, eða tæplega 40 milljónum íslenskra króna. Albanía, Mexíkó og Panama þurfa einnig að spila heimaleiki fyrir luktum dyrum og Pólverjar mega ekki hafa stuðningsmenn á einum útileik. Þá þurfa Argentína, Síle, El Salvador, Hondúras, Svartfjallaland og Perú öll að spila leiki fyrir framan „takmarkaðan fjölda áhorfenda“. Of mörg gul spjöld Knattspyrnusamband Andorra var eitt af sex samböndum sem fengu sekt út af of mörgum gulum spjöldum. Andorramenn fengu sex gul spjöld í leik gegn Englandi. Frakkar fengu tæplega 300.000 króna sekt út af því að áhorfendur voru ekki með grímur þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Bosníu í Strassborg í september. Dróni truflaði þjóðsöng Knattspyrnusambandi Kasakstan var refsað vegna fána stuðningsmanna sem tileinkaður var sovéskum hermönnum úr seinni heimsstyrjöldinni sem börðust fyrir nasista. Moldóvar fengu hins vegar sekt vegna þess að dróni truflaði þjóðsöngvana fyrir leik gegn Austurríki. FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Reuters greinir frá þessu og segir að Ungverjar hafi fengið mestu refsinguna en þeir eru á meðal fjölda þjóða sem fengið hafa einhvers konar áhorfendabann. Um er að ræða refsingar vegna hegðunar á landsleikjum karla. Ungverjar voru skikkaðir til að spila tvo heimaleiki án áhorfenda, seinni leikurinn er þó skilorðsbundinn, og mega ekki mæta á næsta útileik landsliðs síns. Þeir hlutu refsinguna vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna og vegna þess að reyksprengjur sprungu og stigagangar stífluðust á leikjum við England og Andorra. Ungverska knattspyrnusambandið fékk auk þess sektir sem samtals nema 281.000 svissneskum frönkum, eða tæplega 40 milljónum íslenskra króna. Albanía, Mexíkó og Panama þurfa einnig að spila heimaleiki fyrir luktum dyrum og Pólverjar mega ekki hafa stuðningsmenn á einum útileik. Þá þurfa Argentína, Síle, El Salvador, Hondúras, Svartfjallaland og Perú öll að spila leiki fyrir framan „takmarkaðan fjölda áhorfenda“. Of mörg gul spjöld Knattspyrnusamband Andorra var eitt af sex samböndum sem fengu sekt út af of mörgum gulum spjöldum. Andorramenn fengu sex gul spjöld í leik gegn Englandi. Frakkar fengu tæplega 300.000 króna sekt út af því að áhorfendur voru ekki með grímur þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Bosníu í Strassborg í september. Dróni truflaði þjóðsöng Knattspyrnusambandi Kasakstan var refsað vegna fána stuðningsmanna sem tileinkaður var sovéskum hermönnum úr seinni heimsstyrjöldinni sem börðust fyrir nasista. Moldóvar fengu hins vegar sekt vegna þess að dróni truflaði þjóðsöngvana fyrir leik gegn Austurríki.
FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira